Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sjálfboðaliðar í Garði aðstoðuðu á Garðvangi
Laugardagur 4. júní 2011 kl. 12:00

Sjálfboðaliðar í Garði aðstoðuðu á Garðvangi

Í vetur hafa níu sjálfboðaliðar í Garði unnið með heimilisfólkinu á Garðvangi. Konurnar hafa unnið mikið og gott starf með eldri borgurum á Garðvangi. Þær hafa mætt þar þrisvar í viku og átt góða stund með heimilisfólkinu og starfsmönnum.

Garðvangur og Sveitarfélagið Garður færði þeim þakkir og bauð þeim ásamt mökum í mat á Tveimur vitum á Garðskaga og gaf jafnframt áritaða bók um sögu Gerðahrepps í 90 ár.

Þær konur sem unnu sjálfboðaliðastörf í vetur voru, Helga Hauksdóttir, Mona Ægisdóttir, Helga Tryggvadóttir, Jenný Aðalsteinsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Sæbjörg Þórarinsdóttir, Sólveig Óskarsdóttir og Albína Jóhannesdóttir.

Mikill áhugi er á því að halda áfram með sjálfboðaliðastarfið á Garðvangi í haust. Þá er ætlunin að fá fleiri til liðs við sjálfboðaliðana og verðlaunin eru fyrst og fremst sú ánægja og gleði sem fylgir því að láta gott af sér leiða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson