Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sjálfboðaliðar fegruðu útisvæðið á Tjarnarseli
Fimmtudagur 23. júní 2016 kl. 06:00

Sjálfboðaliðar fegruðu útisvæðið á Tjarnarseli

Árlegur sjálfboðaliðadagur leikskólans Tjarnarsels var í síðustu viku. Þá komu saman starfsfólk, foreldrar, leikskólabörn og aðrir fjölskyldumeðlimir til að smíða, steypuvinna, gróðursetja, hanna og fegra á fallega úti-leiksvæði skólans. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.

Vorið 2013 tók fyrrnefndur hópur  höndum saman og umbylti útisvæði leikskólans og notaði til þess sem mest af endurnýtanlegum og náttúrulegum efnivið, með sjálfbærni, lýðræði og sköpun að leiðarljósi. Síðan þá hafa verið haldnir vinnudagar á hverju vori sem einkennst hafa af vinnusemi, krafti og gleði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hönnun útisvæðisins byggir á því að börn fái að upplifa árstíðabundnar breytingar í náttúrunni; þegar  gróður og smádýr vakna til lífsins á vorin, þegar allt er í blóma á sumrin, breytingar og litbrigði náttúrunnar á haustin og sofandi gróður á veturna. Einnig að skapa börnunum umhverfi sem kennir þeim að njóta náttúrunnar og bera virðingu fyrir henni.

Verkefnið hefur vakið töluverða athygli og hafa leik- og grunnskólakennarar heimsótt skólann til að kynna sér og skoða útisvæðið. Tvívegis hefur verkefnið hlotið styrk úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla og nú á dögunum veitti stjórn Fríhafnarinnar leikskólanum styrk úr pokasjóði sínum.