Sjáið þúsundir andlita í árgangagöngunni - myndir
Þúsundir Ljósanæturgesta sóttu hina vinsælu árgangagöngu sem gengin var niður Hafnargötu í Keflavík. Að venju var meiri athygli á þeim árgangi sem fagnar 50 ára afmæli á árinu. Hópurinn var í stuði og notaði m.a. golfbíl í göngunni.
Gangan endaði við stóra sviðið og þar var sú breyting á að í stað þess að bæjarstjóri héldi ræðu dagsins fól hann afmælishópnum að tilnefna fulltrúa. Gunnar Oddsson tók verkefnið að sér og hélt prýðis góða ræðu þar sem hann rifjaði m.a. upp ýmislegt úr æsku sinni í Keflavík. Féll ræða hans í góðan jarðveg.
Léttsveit Tónlistarskólans sá um músík á sviðinu og eftir ræðu dagsins tóku við ýmis skemmtiatriði.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í göngunni og í ljósmyndasafni má sjá miklu fleiri. Smellið hér og sjáið þúsundir andlita Ljósanæturgesta í árgangagöngu.