Sjáið mikið á stuttum tíma með Suðurflugi
				
				Suðurflug hefur um árabil boðið upp á útsýnisflug en undanfarin ár hefur einungis ein fögurra sæta einshreyfilsflugvél verið í boði. Nú hefur félagið samið um leigu á stærri tveggja hreyfla vélum og geta því hópar, allt að 7 manns, nú sameinast um skemmtilegar ferðir hvert á land sem er og notið í leiðinni besta útsýnis sem kostur er á.Tilvalið er að skella sér til Vestmannaeyja og fara í bátsferð eða fara í  vélsleða eða skíðaferð upp á jökul. Flugvélin bíður á meðan og þú ferð heim samdægurs. Kjörin leið til að sjá mikið af Íslandi á stuttum tíma.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				