Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Sjáðu myndirnar úr árgangagöngunni
  • Sjáðu myndirnar úr árgangagöngunni
Sunnudagur 4. september 2016 kl. 13:07

Sjáðu myndirnar úr árgangagöngunni

Fjölmenn ganga í góðu veðri - 150 myndir frá stemningunni

Árgangagangan er líklega sú hefð sem gerir Ljósanótt einstaka og mest frábrugðna öðrum bæjarhátíðum landsins. Þar má sjá flestar kynslóðir Reykjanesbæjar ganga saman niður Hafnargötuna í átt að hátíðarsvæðinu. Í gær var gangan fjölmenn í góðviðrinu sem hefur leikið við gesti Ljósanætur þessa helgi.

Gangan er mikið sjónarspil enda má sjá hundruðir brosandi andlita sem þramma niður aðalgötu bæjarins með jafnöldum sínum og gleðjast með gestum og gangandi. Gangan endaði við hátíðarsvæðið þar sem árgangur 1966 var í aðalhlutverki en undanfarin ár hefur sá árgangur sem fagnar 50 ára afmæli á árinu verið í forgrunni göngunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í meðfylgjandi hlekkjum má sjá vegleg myndasöfn frá göngunni í ár en um 150 myndir eru í safninu.

Myndaafn 1

Myndasafn 2