Sjá kennara sína í nýju ljósi
Lífið er yndislegt á þemadögum FS.
„Þemadagar eru uppbrot á hefðbundinni kennslu og er yfrirskrift þemadaganna aða þessu sinni ‘Lífið er yndislegt’,“ segir Kolbrún Marelsdóttir, kennari og ein þeirra sem staðið hafa að undirbúningi þemadaganna frá því í haust. Markmið með þemadögunum er sem fyrr að nemendur geri eitthvað sem þeim finnst áhugavert og veitir þeim gleði og ánægju. „Það er mjög mikilvægt að nemendur sjái kennara sína í öðru ljósi en bara í kennarastofunni.“
Polefitness og slaufugerð
Margt nýtt stendur nemendum FS til boða að þessu sinni, t.d. polefitness, arieljóga, slaufugerð, förðunarnámskeið, sushi-gerð og margt fleira. Mikið er um matarnámskeið og verður einn eldri borgari með námskeið. Gert var kynningarmynd þar sem kennarar og nemendur tóku þátt í og er m.a. á heimsíðu skólans. Það hefur vakið mikla lukku og athygli, en í myndbandinu dansa starfsfólk skólans og nemendur í takt við vinsæla lagið Uptown Funk. Þemanefnd, sem skipuð er þremur og kennurum og 15 nemendum hefur séð um skipulagningu daganna.
Friðrik Dór, Dóri DNA og Ingó Veðurguð
Dagskrá fimmtudagsins er frá 9 til 14.00 og verður matarhlé frá 11 - 12. Á föstudeginum verður svo opið frá 9 - 13. „Það verður byrjað á því að bjóða upp á pylsur og gos og svo rosa flott skemmtiatriði, m.a. MCGauti, Friðrik Dór, Dóri DNA og Ingó Veðurguð. Einnig verður tískusýning, danssýning og margt fleira.“ Á heimasíðu skólans er hlekkur merktur þemadögum og þar sem hægt að nálgast upplýsingar um námskeiðin og það sem er í boði. „Kennarar eru með námskeið og er mikil stemning fyrir þessum dögum. Nemendur og kennarar eru einnig hvattir til að mæta í einhvers konar búningum til að auka á skemmtilega stemningu,“ segir Kolbrún, en þemadagar hafa verið í gangi a.m.k. undanfarin 30 ár.