Mannlíf

  • Sirkus og skrúðganga á afmæli Vesturbergs
  • Sirkus og skrúðganga á afmæli Vesturbergs
Fimmtudagur 22. júní 2017 kl. 16:58

Sirkus og skrúðganga á afmæli Vesturbergs

-20 ára afmæli leikskólans fagnað í dag

Í tilefni af tuttugu ára afmæli leikskólans Vesturbergs var boðið til veislu. Byrjað var að skreyta útisvæðið þar sem börn og kennarar skemmtu sér með hinum ýmsum þrautum. Þá léku börnin sér í hoppukastala í fínu veðri. Í hádeginu var boðið upp á pylsur og ís í eftirrétt og eftir hádegi var lagt af stað í skrúðgöngu undir trommuslætti frá nemendum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þegar úr skrúðgöngunni var komið var búið að opna kaffihús í Kiddasal leikskólans þar sem boðið var upp á afmælisköku. Sirkus Íslands mætti á svæðið með skemmtiatriði.

 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Brynja Aðalbergsdóttir, leikskólastýra, sagði í samtali við Víkurfréttir að lykillinn að því að halda farsælu starfi gangandi í tuttugu ár sé fyrst og fremst að hafa gaman. „Ef það er gleði, virðing og vinátta með slatta af frumkvæði ætti allt að ganga upp.“

 

Meðfylgjandi myndir tók Sólborg Guðbrandsdóttir.

20 ára afmæli Vesturbergs