Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sirkus í Reykjanesbæ
Laugardagur 7. júlí 2007 kl. 14:54

Sirkus í Reykjanesbæ

Cirkus Flik Flak verður með sýningu í Íþróttahúsinu við Sunnubraut mánudaginn 9. júlí kl. 13.00. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir. Sýningin er í boði Reykjanesbæjar.

Cirkus Flik Flak er stærsti barna-og unglingasirkus Danmerkur og fagnar nú 20 ára afmæli. Sirkusinn hefur sýnt um alla Danmörku og Norðurlöndin en síðast kom sirkusinn hingað til lands fyrir fjórum árum. Hann hefur dvalið hér á landi undanfarnar vikur og sýnt víðsvegar, en lokasýning hans verður hér í bæ á mánudaginn.

Það er barna-og æskulýðsstarf Lágafellskirkju sem stendur að komu hópsins hingað til lands.

 

Af vef Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024