Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sir Cliff kominn á klakann
Mánudagur 26. mars 2007 kl. 17:01

Sir Cliff kominn á klakann

Hjartaknúsarinn gamalreyndi Sir Cliff Richard er kominn til landsins. Hann flaug til landsins frá Frankfurt á fjórða tímanum í dag og var eitilhress þegar hann hitti fjölmiðlafólk. Hann mun leika fyrir aðdáendur sína í Laugardalshöll á miðvikudag og lofaði að þar myndi hann taka öll gömlu lögin. Uppselt er í stúku, en enn eru lausir miðar í stæði.

 

VF-myndir/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024