Sinfónían og Diddú í Kirkjulundi
Sinfóníuhljómsveit Íslands verður með tónleika í Kirkjulundi í Reykjanesbæ föstudaginn 11. nóvember n.k. kl. 20.00.
Hljómsveitarstjóri er Kurt Kopecky en einsöngvari er Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú).
Á efnisskrá er óperutónlist eftir Bellini, Dvorak, Mozart, Offenbach, Bernstein og Verdi.
Miðaverð er kr. 2.000,- og kr. 1.000,- fyrir 16 ára og yngri.
Miðasala er við innganginn fyrir tónleikana en forsala aðgöngumiða er hjá Sinfóníuhljómsveitinni.