Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Silver Cross á Ljósanótt 2018
Þriðjudagur 7. ágúst 2018 kl. 10:41

Silver Cross á Ljósanótt 2018

Viðfangsefni á einni af fjölmörgum sýningum á Ljósanótt 2018 verður Silver Cross barnavagninn. Þar verða sýndir vagnar frá hinum ýmsu tímum en einnig verða myndir af vögnum og fólki.

Thelma Björgvinsdóttir og er þjóðfræðinemi við Háskóla Íslands stendur að sýningunni. „BA ritgerðin mín er í smíðum og fjallar hún um Silver Cross barnavagna en ég hef mikinn áhuga á slíkum vögnum og sögum sem tengjast þeim.
Mig hefur lengi langað til þess að setja upp sýningu á Silver Cross vögnum og nú hef ég fengið tækifæri til þess en ég, ásamt Duus safnahúsum, munum setja upp sýningu á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Sýningin mun opna 31. ágúst og standa í 6-8 vikur.

Ég er komin með nokkra vagna en ef þið eigið vagn og viljið taka þátt í þessu verkefni með mér yrði ég ykkur ævinlega þakklát. Eins vantar mig myndir af vögnum og fólki sem mun prýða veggi sýningarsalarins,“ sagði Thelma á vefsíðunni Keflavík og Keflvíkingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Konungsfjölskyldan í Bretlandi hefur alltaf notað Silver Cross barnavagna. Kannski mæta einhverjir fjölskyldumeðlimir á sýninguna á Ljósanótt??