Silkimálun, útskurður og tölvunámskeið hjá öldruðum
Eins og undanfarin ár verður mikið um að vera í félagslífi aldraðra í vetur. Eins og svo oft áður verður boðið upp á hin ýmsu námskeið. Jóhanna Arngrímsdóttir er forstöðumaður félagslífs aldraðra en Hrafnhildur Atladóttir sér um rekstur smiðjunnar sem rekin er í karlakórshúsinu. Önnur starfsemi fer fram í Selinu í Njarðvík og í Hvammi við Suðurgötu. Öldruðum gefst kostur á að sækja námskeið í ýmsum handiðnum og má þar nefna leirlist, glerskurð, keramikmálun, tréútskurð og margt margt fleira. Eftir námskeiðin hafa síðan verið stofnaðir klúbbar þar sem fólkinu gefst kostur á að stunda listirnar af meira kappi og bæta við þekkinguna. Útskurðarnámskeiðið er nú þegar hafið en fullt er á flest námskeið. Eldri borgurum gafst kostur á tölvunámskeiði í fyrra en þá komust færri að en vildu. Gylfi Guðmundsson, skólastjóri í Njarðvíkurskóla sér um námskeiðin en þeir sem voru á námskeiðinu í fyrra hafa óskað eftir framhaldsnámskeiði. „Fólki leist ekkert á þetta þegar við byrjuðum með þetta í fyrra og það hafa allir verið mjög ánægði með þetta“, segir Jóhanna. „Við myndum vilja bjóða upp á tölvuaðstöðu fyrir fólkið en erum mjög aðþrengd með húsnæði.“ Útsaumsnámskeið hefjast í dag, fimmtudag en þar er ennþá hægt að bæta við fólki, þeir sem hafa áhuga á námskeiðinu geta haft samband við Jóhönnu í 861-2085. Allir sem komnir eru á aldur eru velkomnir á námskeiðin og í annað starf félagsstarfs aldraðra.
Áhugi á spænskunámskeiði
Bútasaumsnámskeið og myndlistanámskeið eru fyrirhuguð í vetur og er enn laust á myndlistanámskeiðið sem hefst eftir áramót. Þá hefur vaknað mikill áhugi á tungumálanámskeiðum. „Okkur langar að bjóða upp á spænskunámskeið enda margir sem fara í ferðir til Kanaríeyja eða annað“, segir Jóhanna og bætir við að nú vanti kennara og eru þeir sem hafa áhuga beðnir að hafa samband við Jóhönnu. Námskeiðin sem talin eru upp hér að framan eru fyrir utan fasta dagskrárliði. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en á dagskránni er að finna handavinnu, boccia, keramik, leir, gler, silkimálun, línudans og leikfimi en ennþá er beðið eftir fjárveitingu fyrir henni frá Reykjanesbæ. Félag eldri borgara sér um ýmiskonar dagskrárliði s.s. félagsvist, bingó, heilsugöngu og kór. Púttklúbbur er starfræktur í Röst.
Á hverjum vetri eru síðan nokkrar ferðir farnar en þar má nefna innkaupaferð fyrir jólin, handavinnuleiðangur og ferðir hingað og þangað um landið. Ferðirnar hafa heppnast vel í hvívetna og allstaðar tekið á móti ferðalöngum með fínum veitingum. „Við höldum síðan sjálf handvinnusýningu annað hvert ár“, segir Hrafnhildur og rifjar upp síðustu sýningu þar sem sett var á laggirnar kaffihús í heila viku. Stefnt er að því að sama verði uppi á teningnum í haust. Um jólin verður síðan hin árlega jólagleði haldin en kvenfélag Keflavíkur hefur hingað til séð um meðlæti og Sparisjóðurinn í Keflavík hefur boðið eldri borgurum í gleðina. Aldraðir sjá síðan sjálfir um skemmtiatriðin en tískusýningin er árlegur viðburður á jólagleðinni. „Við vildum gjarnan bjóða upp á fleiri svona skemmtanir en höfum ekki fjármagn til þess“, segir Jóhanna en húsnæðið í Selinu er allt of lítið. Starfsfólk sem sér um félagsstarf aldraðra hefur gert sitt besta og tekist að búa til skemmtilega aðstöðu fyrir aldraða þrátt fyrir þröngan húsakost og fámennt starflið.
Áhugi á spænskunámskeiði
Bútasaumsnámskeið og myndlistanámskeið eru fyrirhuguð í vetur og er enn laust á myndlistanámskeiðið sem hefst eftir áramót. Þá hefur vaknað mikill áhugi á tungumálanámskeiðum. „Okkur langar að bjóða upp á spænskunámskeið enda margir sem fara í ferðir til Kanaríeyja eða annað“, segir Jóhanna og bætir við að nú vanti kennara og eru þeir sem hafa áhuga beðnir að hafa samband við Jóhönnu. Námskeiðin sem talin eru upp hér að framan eru fyrir utan fasta dagskrárliði. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en á dagskránni er að finna handavinnu, boccia, keramik, leir, gler, silkimálun, línudans og leikfimi en ennþá er beðið eftir fjárveitingu fyrir henni frá Reykjanesbæ. Félag eldri borgara sér um ýmiskonar dagskrárliði s.s. félagsvist, bingó, heilsugöngu og kór. Púttklúbbur er starfræktur í Röst.
Á hverjum vetri eru síðan nokkrar ferðir farnar en þar má nefna innkaupaferð fyrir jólin, handavinnuleiðangur og ferðir hingað og þangað um landið. Ferðirnar hafa heppnast vel í hvívetna og allstaðar tekið á móti ferðalöngum með fínum veitingum. „Við höldum síðan sjálf handvinnusýningu annað hvert ár“, segir Hrafnhildur og rifjar upp síðustu sýningu þar sem sett var á laggirnar kaffihús í heila viku. Stefnt er að því að sama verði uppi á teningnum í haust. Um jólin verður síðan hin árlega jólagleði haldin en kvenfélag Keflavíkur hefur hingað til séð um meðlæti og Sparisjóðurinn í Keflavík hefur boðið eldri borgurum í gleðina. Aldraðir sjá síðan sjálfir um skemmtiatriðin en tískusýningin er árlegur viðburður á jólagleðinni. „Við vildum gjarnan bjóða upp á fleiri svona skemmtanir en höfum ekki fjármagn til þess“, segir Jóhanna en húsnæðið í Selinu er allt of lítið. Starfsfólk sem sér um félagsstarf aldraðra hefur gert sitt besta og tekist að búa til skemmtilega aðstöðu fyrir aldraða þrátt fyrir þröngan húsakost og fámennt starflið.