Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sigvaldi Kaldalóns í Hljómahöll
Föstudagur 26. febrúar 2016 kl. 10:33

Sigvaldi Kaldalóns í Hljómahöll

-koma hans til Grindavíkur var menningarbylting

Fjallað verður um tónlist og ævi Sigvalda Kaldalóns í Hljómahöll fimmtudaginn 3. mars en tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum.
 

Lög verður áhersla á árin hans í Grindavík þar sem hann starfaði sem héraðslæknir í 16 ár en sagt hefur verið að koma hans hafi valdið menningarbyltingu í litlu kauptúni á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftir Kaldalóns liggur fjöldi sönglaga og má þar nefna Hamraborgin, Þú eina hjartans yndið mitt, Á sprengisandi, Nóttin var sú ágæt ein, Ég lít í anda liðna tíð og síðast en ekki síst lagið Suðurnesjamenn.



Flytjendur eru Elmar Þór Hauksson og Arnór B. Vilbergsson en kynnir er Dagný Gísladóttir.
Miðaverð er kr. 3.200 og fer miðasala fram í Hljómahöll og á hljomaholl.is.

Skipuleggjendur litu við á veitingastaðinn Bryggjuna í Grindavík á dögunum og tóku nokkur lög af dagskrá tónleikanna.