Sigvaldi gengur til stuðnings Umhyggju
– Sporthúsið þjálfar göngugarpinn.
Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjórinn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem gerðist kokhraustur og spáði því að Gylfi Sigurðsson yrði kjörinn íþróttamaður ársins, hefur ákveðið að ganga frá Keflavík og norður í land með endastöð á Hofsósi. Gangan er farin þar sem hann hét því að ganga þessa leið ef hann hefði ekki rétt fyrir sér í spádómi sínum.
Sigvaldi mun fara í gönguna í sumar. Hann ætlar að safna áheitum til stuðnings Umhyggju, sem er félag til stuðnings langveikum börnum.
Sigvaldi fékk í gær stuðning frá Sporthúsinu í Reykjanesbæ sem hefur ákveðið að taka hann í þjálfun fyrir gönguna og hefur gefið honum árskort í líkamsræktina. Fleiri leggja Sigvalda lið eins og t.a.m. ÍAK einkaþjálfarinn Kristinn Ingi og þá er 66 Norður komið í hóp stuðningsaðila.
Hér er fésbókarsíða verkefnisins.