Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sigurveig listamaður mánaðarins
Mánudagur 21. júlí 2003 kl. 17:21

Sigurveig listamaður mánaðarins

Ný mynd mánaðarins hefur verið sett upp í Kjarna, Hafnargötu 57, í Reykjanesbæ. Eins og áður hefur komið fram er hér á ferðinni kynning á myndlistarmönnum í Félagi myndlistarmanna í Reykjanesbæ á vegum Listasafns Reykjanesbæjar. Listamaður júlímánaðar er Sigurveig Þorleifsdóttir.Sigurveig Þorleifsdóttir er fædd 14. feb. 1933 að Naustahvammi við Neskaupsstað. Hún flutti á Suðurnesin árið 1954 og hefur búið í Reykjanesbæ frá 1971. Sigurveig hefur stundað list sína frá æsku og sótt myndlistarnámskeið sem haldin hafa verið í Reykjanesbæ. Hennar helsti leiðbeinandi var Margrét Jónsdóttir.

Sigurveig tók þátt í nemendasýningu Baðstofunnar, félagi áhugamanna um myndlist, árið 1990. Hún hefur einnig haldið þrjár einkasýningar. Sú fyrsta, sem var nokkurs konar yfirlitssýning á verkum hennar, var haldin í Svarta pakkhúsinu í Reykjanesbæ árið 2001. Sumarið 2002 hélt hún sýningar á verkum sínum í Grímsnesinu og á Neskaupsstað.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024