Sigurvegari Músiktilrauna úr Garði
Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona úr Garðinum, og hljómsveitin Of monsters and Men urðu sigurvegarar Músiktilrauna 2010 á laugardagskvöld. Samkvæmt Morgunblaðinu í gær fær hljómsveitin, sem er aðeins tveggja vikna gömul, mikið hrós ekki síst söngur og lög Nönnu Bryndísar. Það kemur ekki á óvart þar sem Nanna Bryndís var ung að árum þegar söngur hennar og tónlistarhæfileikar vöktu athygli. Í fréttinni kemur fram að þau vonist til að geta nýtt sér sigurinn til að vekja á sér talsverða athygli og að framundan sé að spila meira og semja meira og að stefnt sé að plötuútgáfu.
---
Mynd af www.gardur.is - Nanna Bryndis Hilmarsdóttir.