Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sigursteinn, Þórarinn og Sólveig á Erlingskvöldi
Þriðjudagur 26. mars 2019 kl. 09:13

Sigursteinn, Þórarinn og Sólveig á Erlingskvöldi

Hið árlega Erlingskvöld verður haldið í Bókasafni Reykjanesbæjar fimmtudaginn 28. mars kl. 20. Á hverju ári er haldið upplestrarkvöld í tilefni afmælis Erlings Jónssonar listamanns og verður þetta í 17. sinn sem viðburðurinn er haldinn.
 
Að þessu sinni lesa þrír höfundar úr nýjum verkum sínum. Sigursteinn Másson les upp úr bókinni Geðveikt með köflum, Sólveig Jónsdóttir les upp úr bókinni Heiður og Þórarinn Eldjárn les upp úr ljóðabókinni Vammfirring.
 
Söngkonan Fríða syngur nokkur lög í upphafi kvölds.
 
Kaffi og konfekt í boði.
 
Erlingskvöld er styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024