Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sigurmynd Instagram leiks vikunnar
Emelía Grétarsdóttir á sigurmyndina af Keflavíkurhöfn
Sunnudagur 1. september 2013 kl. 08:33

Sigurmynd Instagram leiks vikunnar

Það er nokkuð ljóst að sumarið er búið. Miðað við Instagram myndirnar sem merktar voru #vikurfrettir síðustu tvær vikur hefur verið ansi grámyglulegt á Suðurnesjunum. Það kemur þó ekki að sök og voru margar þrælflottar myndir teknar í rigningunni.

Emelía Grétarsdóttir er með sigurmyndina að þessu sinni þar sem hún tók flotta mynd af Keflavíkurhöfn með drungalegu yfirbragði. Í öðru sæti er mynd af þremur hlaupurum sem hlupu í Reykjavíkurmaraþoninu um síðustu helgi en þær voru allar í Hlaupahópi Röggu Ragg sem Víkurfréttir hafa fjallað um, en margir hlauparar af Suðurnesjunum hlupu til styrktar Ljóssins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndin í þriðja sæti er af Hafnargötunni að kvöldi til en þar var afar einmanalegt um að litast.