Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sigurmynd Instagram leiks vikunnar
Föstudagur 26. júlí 2013 kl. 09:10

Sigurmynd Instagram leiks vikunnar

Afastelpa með mynd af 91 árs afa sínum við fiskveiðar

Það voru fjölbreyttar myndirnar sem Suðurnesjamenn settu inn á Instagram og merktu þær #vikurfrettir síðastliðnar tvær vikur. Þrátt fyrir að veðurguðirnir væru ekki mjög sanngjarnir, virtist fólk samt vera úti í náttúrunni, sem oftast veitir hvað mestan innblásturinn fyrir myndatökur.

Sigurmyndin þessa vikuna er frá Nínu Rut sem setti inn skemmtilega mynd af afa sínum, Meinert Nilssen þar sem hann var við fiskveiðar. Vinningshafi má vitja verðlauna á skrifstofu Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nína Rut sett inn þessa skemmtilegu mynd af afa sínum sem er 91 árs gamall en hann stundar enn fiskveiðar.

Kristbjörg Kamilla tók þessa fallegu mynd af sólsetri og lúpínum.

Siggi Steini á þessa mynd af fugli sem vildi ekki á loft.