Sigurgripur Samfés geymdur á Bókasafni Reykjanesbæjar
Sigurgripur Jóhönnu Ruthar frá Samfés verður varðveittur á Bókasafni Reykjanesbæjar næsta árið. Líkt og kunnugt er sigraði Jóhanna Ruth, nemi í 8. bekk í Myllubakkaskóla, söngkeppni Samfés fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima. Hluti verðlaunanna er glæsileg stytta sem er farandgripur og verður hún geymd á Bókasafninu til sýnis fyrir almenning.
Jóhanna Ruth er upprennandi söngkona og er nú þegar bókuð á nokkrar skemmtanir í sumar.