Sigurður Skagfjörð kemur mér í gott skap
Jón Ragnar er FS-ingur vikunnar að þessu sinni en hann er 18 ára Njarðvíkingur. Hann segir helsta galla sinn vera þann að hann getur ekki viðurkennt gallana sína en hann á auðvelt með að kynnast fólki, sem honum finnst vera helsti kostur sinn.
Hvað heitirðu fullu nafni?
Jón Ragnar Magnússon.
Á hvaða braut ertu?
Fjölgreinabraut.
Hvaðan ertu og hvað ertu gamall?
18 ára Njarðvíkingur.
Hver er helsti kostur FS?
Félagslífið, fólkið og ekki langt frá heimilinu.
Hver eru áhugamálin þín?
Íþróttir, félagslíf og tónlist.
Hvað hræðistu mest?
Nálar.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Árni Geir, betur þekktur sem Geirfuglinn, mun ná langt í söng og Garðar Ingi, eða Gassi Beat, mun ná langt í lagasmíðum.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Margir sem koma til greina en Sigurður Skagfjörð er maður sem kemur mér alltaf í gott skap.
Hvað sástu síðast í bíó?
Ég sá hryllingsmyndina The Curse of La Llorona.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Betra úrval af drykkjum.
Hver er helsti gallinn þinn?
Geta ekki viðurkennt gallana mína.
Hver er helsti kostur þinn?
Á auðvelt með að kynnast fólki.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum?
Snapchat, Facebook og Instagram.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?
Laga fjarvistarkerfið.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Ef því er treystandi.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Mér finnst það mjög fínt. Það hefur tekið breytingar en ég sé að fólki langar að taka þátt og vonandi heldur það áfram að byggjast upp.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Eiga góða fjölskyldu og vera hamingjusamur. Hitt kemur allt seinna.
Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum?
Besta við að búa í Njarðvík er að þetta er þétt samfélag sem allir þekkja alla og mikið af góðu fólki sem er alltaf tilbúið að bjóða hjálparhönd ef þörf er á.
Uppáhalds...
...kennari? Bogi Ragnars.
...skólafag? Afbrotafræði.
...sjónvarpsþættir? Peaky Blinders og Vaktirnar.
...kvikmynd? Forrest Gump.
...hljómsveit? Queen, Led Zeppelin og Dire Straits.
...leikari? Benedict Cumberbatch.