Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sigurður Albertsson í golflandsliðið í fjórtánda sinn í röð
Fimmtudagur 3. júlí 2003 kl. 15:38

Sigurður Albertsson í golflandsliðið í fjórtánda sinn í röð

Sigurður Albertsson, kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja heldur á laugardag með félögum sínum í Öldungalandsliði Íslands í golfi til Bled í Slóveníu þar sem hann mun leika á Evrópumóti landsliða með a-liðinu í fjórtánda sinn í röð í næstu viku.
Auk Sigurðar eru þrír GS-kylfingar í tveimur landsliðum Íslands en a-liðið leikur án forgjafar en b-liðið með forgjöf. Í a-liðinu Þorsteinn Geirharðsson og í b-liðinu þeir Einar Guðberg Gunnarsson og Jón Ólafur Jónsson. Þorsteinn og Einar eru nýliðar í landsliðinu. Þeir ættu að geta leitað til Sigurðar „reynslubolta“ sem stefnir að því að bæta metið enn frekar. Það er alla vega ljóst að erfitt verður að slá það, hvort sem það verða 14 eða fleiri skipti. Sigurður komst í öldungalandsliðið þegar hann varð 55 ára og hefur leikið á hverju ári síðan. Á myndinni er hann með ferðatöskuna sem Erlendsína eiginkona hans tók fram fyrir tíðindamann Víkurfrétta. Þeir eru flottir öldungarnir því konurnar fá að koma með en það fyrsta sem átti að fara í ferðatöskuna var auðvitað kassi af golfboltum!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024