Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sigurborg sigraði í Hljóðnemanum 2012
Fimmtudagur 23. febrúar 2012 kl. 09:13

Sigurborg sigraði í Hljóðnemanum 2012

Sigurborg Lúthersdóttir fór með sigur af hólmi í Hlóðnemanum 2012, söngkeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem fram fór í Andrews á Ásbrú í gærkvöldi. Hún flutti Bítlalagið Come Together.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íris Eysteinsdóttir hafnaði í öðru sæti keppninnar með flutning á lagi Adele, Turning Tables. Þá hafnaði The Big Band Theory í þriðja sæti með Twist It / Everybody Needs Somebody með Blues Brothers.

Um tugur tónlistaratriða var fluttur á Hljóðnemanum í gærkvöldi í glæsilegri umgjörð sem sköpuð hafði verið í kringum kvöldið í Andrews-leikhúsinu á Ásbrú. Mikið var lagt upp úr lýsingu og þá var keppnin kvikmynduð í háskerpu á sama tíma og myndefninu var varpað upp á tvo risaskjái í salnum.

Seinna kvöld Hljóðnemans er í kvöld í Stapanum þegar hið svokallaða Hljóðnemaball fer fram. Þar koma fram DJ Óli Geir, ÚlfurÚlfur og Land og Synir.

Myndasafn frá Hljóðnemanum í gærkvöldi kemur inn á vf.is síðar í dag.