Sigurbjörg og Jón Oddur sundfólk ársins
Sigurbjörg Gunnarsdóttir og Jón Oddur Sigurðsson voru kjörin sundfólk UMFN 1999 og var greint frá kjörinu á uppskeruhátíð deildarinnar sl. helgi. Hátíðin hófst með sundsýningu yngstu hópanna E1 og E2 en síðan voru veitt verðlaun fyrir frammistöðu vetrarins hjá sundfólkinu. Að verðlaunaafhendingu lokinni söfnuðust allir saman við heitu pottanna og borðuðu grillaðar pylsur í norðangarra. Helstu verðlaunahafar sunddeildarinnar fyrir veturinn 1999 voru þau Sigurbjörg Gunnarsdóttir, sem útnefnd var sundkona UMFN og Jón Oddur Sigurðsson, sem útnefndur var sundmaður UMFN. Sigurbjörg, sem var stigahæsti einstaklingur deildarinnar þetta árið, var jafnframt valin sem sundmaður UMFN 1999 og var heiðruð sérstaklega fyrir það á aðalfundi Ungmennafélags Njarðvíkur. Efnilegustu sundmenn deildarinnar 1999 voru þau Helgi Hreinn Óskarsson og Sigríður Tinna Árnadóttir. Á næstu dögum munu 14 af sundmönnum deildarinnar fara í æfingabúðir til Portúgal í hálfan mánuð og æfa stíft fyrir Íslandsmeistaramótið. Mikið hefur verið að gerast hjá sunddeildinni undanfarna daga. Föstudaginn 12. maí fór fram í sundlaug Njarðvíkur svokallað „Sundfjör“ fyrir alla krakka í sunddeild UMFN yngri en 12 ára að frátöldum yngstu hópunum. Einnig mættu 30 sundkrakkar frá KR þannig að í heildina voru þetta alls 60 krakkar. Börnin fóru í leiki og á laugardeginum var sundkeppni milli liðanna. Að mótinu loknu fengu síðan allir verðlaunahafar litlar töskur frá Fanta og allir sem tók þátt fengu glæsilega viðurkenningu. Sundfjörið endaði síðan um hádegisbilið á pizzuveislu frá Mamma Mía.Sunddeild UMFN vill koma á framfæri þökkum til allra sem styrkt hafa starf okkar á sl. vetri, ásamt þökkum til forstöðumanna og starfsfólks sundlauganna. Einnig vill deildin þakka sundmönnum og foreldrum þeirra fyrir góðan vetur.Sundkveðja, Steindór Gunnarsson, f.h. Sunddeildar UMFN.