Sígull treður upp á Cafe Petite
Hljómsveitin Sígull samanstendur af fimm hressum strákum úr Reykjanesbæ. Það eru þeir: Sveinbjörn Ólafsson (gítar), Valur Ingólfsson (trommur), Eyþór Eyjólfsson (trommur) Arnar Ingólfsson (bassi) og Sævar Helgi Jóhannsson (hljómborð og söngur). Þeir félagar kynntumst allir í tónlistarskóla Reykjanesbæjar í gegnum hljómsveitir og samspil sem þeir höfðu verið í áður. „Við stofnuðum hljómsveitina fyrir tveimur árum og tónlistin sem við spilum er progressive, funk, diskó og rokk blanda,“ segja strákarnir sem ætla að halda tónleika á Cafe Petite í Reykjanesbæ á laugardag. Tónleikana kalla þeir „Petite Hljómar“ en um er að ræða eins konar „open mic“ þar sem ýmsir söngvarar af Suðurnesjunum stíga á svið með bandinu og láta ljós sitt skína. Strákarnir hafa áður haldið slíka tónleika við góðar undirtektir. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 laugardaginn 9. ágúst.