Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sigu rúma 100 kílómetra í 37 klukkutíma!
Þriðjudagur 11. maí 2010 kl. 13:02

Sigu rúma 100 kílómetra í 37 klukkutíma!


Unglingadeildin Hafbjörg í Grindavík stóð fyrir óvenjulegri fjáröflun um síðustu helgi en tilgangurinn var að afla fjár til þátttöku í landshlutamóti unglingadeilda Landsbjargar sem fram fer í Vestmannaeyjum nú í sumar.

Eftir að hafa safnað áheitum frá bæjarbúum tók unglingarnir sig til og fóru í maraþon-sig aðfaranótt laugardags og átti það upphaflega að standa yfir í sólarhring. En þvílík var eljan að þegar yfir lauk höfðu krakkarnir sigið í 37 klukkutíma og var vegalengdin alls 100 kílómetrar!

Eftir því sem næst verður komist hefur aldrei verið sigið í einu svo vitað sé en maraþonið fór fram á gömlu beinó tönkunum. Til þess að ná þessum merka áfanga þurfti að síga hvorki meira né minna en rúmlega 5200 ferðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024