Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sigtryggur Bjarni opnar einkasýningu í Listasafni Reykjanesbæjar
Þriðjudagur 17. október 2006 kl. 10:14

Sigtryggur Bjarni opnar einkasýningu í Listasafni Reykjanesbæjar

Listamaðurinn Sigtryggur Bjarni mun opna einkasýningu í Listasafni Reykjanesbæjar föstudaginn 20. október næstkomandi. Sýningin ber heitið Sog og er viðfangsefni listamannsins straumvatn þar sem hann sýnir ný málverk unnin með olíu á striga og rýmisverk.

Sigtryggur Bjarni er fæddur árið 1966 og hefur haldið og tekið þátt í fjölda sýninga undanfarin ár, síðasta einkasýning hans var í Gallery Turpentine árið 2005.

Sýningin verður opnuð kl. 18 á föstudag en verður síðan opin frá kl. 13-17:30 alla daga fram til 3. desember.

 

www.reykjanesbaer.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024