Sigrún Oddsdóttir 90 ára
Í gær varð frú Sigrún Oddsdóttir, heiðursborgari Sveitarfélagsins Garðs, 90 ára. Sigrún hefur unnið bæjarfélaginu mikið gagn í gegnum tíðina og eru íbúar Garðs afar þakklátir fyrir hennar óeigingjörnu störf í þágu samfélagsins.
Ásamt því að sitja í hreppsnefnd Gerðahrepps fyrst kvenna á árunum 1962-1966 og 1970-1978 sinnti hún ýmsum öðrum trúnaðarstörfum með miklum sóma og dugnaði. Sigrún var formaður kvenfélagsins um ára bil og starfaði einnig ötullega að æskulýðsmálum og öðru félagsstarfi svo fátt eitt sé nefnt af hennar góðu störfum.
http://www.sv-gardur.is/