Sigrún Lára opnar sýningu í Salfisksetrinu
Rúnir í Silki er heiti á nýrri sýningu Sigrúnar Lára Shanko sem opnar þann 4. ágúst í Listasal Saltfisksetursins í Grindavík. Sigrún Lára hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir silki veggteppi sem hún byggir á fornsögum okkar.
Sigrún Lára Shanko sýnir hér, meðal annars, í fyrsta sinn Ragnars sögu loðbrókar og er hún sögð á fimm veggteppum. Ýmist er textinn tekinn úr Krákumálum eða Ragnars sögu loðbrókar. Menningararfurinn á hug hennar allan og hefur Sigrún Lára ekki bundið sig við veggteppin ein, heldur einnig látið rúnir og form flæða yfir silki kaftana auk þess að handlita silkifóður fyrir sérvalda pelsa hannaða af Eggert feldskera.
Sigrún Lára Shanko hefur verið að þróa litunaraðferð sína frá 1995 undir miklum sjálfsaga og útkoman er stór veggteppi í sterkum litum með tilvísun í menningararfinn umlukin rúnum sem auka á dulúð þeirra.
Sigrún Lára Shanko hefur tekið þátt í samsýningum víða erlendis en er þetta fyrsta skipti sem hún sýnir veggteppin hér á landi. Flest verka hennar hafa selst úr landi og er þau að finna í öllum heimsálfum að suður heimskautslandinu Antartíku frátöldu.
Sigrún Lára Shanko sýnir hér, meðal annars, í fyrsta sinn Ragnars sögu loðbrókar og er hún sögð á fimm veggteppum. Ýmist er textinn tekinn úr Krákumálum eða Ragnars sögu loðbrókar. Menningararfurinn á hug hennar allan og hefur Sigrún Lára ekki bundið sig við veggteppin ein, heldur einnig látið rúnir og form flæða yfir silki kaftana auk þess að handlita silkifóður fyrir sérvalda pelsa hannaða af Eggert feldskera.
Sigrún Lára Shanko hefur verið að þróa litunaraðferð sína frá 1995 undir miklum sjálfsaga og útkoman er stór veggteppi í sterkum litum með tilvísun í menningararfinn umlukin rúnum sem auka á dulúð þeirra.
Sigrún Lára Shanko hefur tekið þátt í samsýningum víða erlendis en er þetta fyrsta skipti sem hún sýnir veggteppin hér á landi. Flest verka hennar hafa selst úr landi og er þau að finna í öllum heimsálfum að suður heimskautslandinu Antartíku frátöldu.