Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sigruðu í danskeppni í Fjörheimum
Mánudagur 12. febrúar 2007 kl. 11:02

Sigruðu í danskeppni í Fjörheimum

So you think you can dance keppni fór fram í Fjörheimum sl. föstudagskvöld. Þar sem keppt var í dansi með frjálsri aðferð.

Mest máttu 4 vera saman í hóp og sigurvegarar fengu miða á Samféshátíð í verðlaun, en í síðustu viku tryggði fulltrúi Fjörheima sér sæti í úrslitum söngkeppninnar.

Öruggir sigurvegarar var danshópurinn Th’js sem er samansettur af fjórum drengjum úr Njarðvík, en þeir voru raunar eini hópurinn sem skráði sig til keppni. Engu að síður skemmtu þeir sér og áhorfendum hið besta.

Mikið er jafnan um að vera í Fjörheimum og má þar með nefna leiklistarnámskeiðin sem Arnar Ingi og Davíð Óskarsson standa fyrir á miðvikudagskvöldum. Því miður er uppselt á námskeiðið en það er alltaf opið í Fjörheimum fyrir fyrir þau sem vilja fara í Playstation, pool eða þythokkí.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndir af www.fjorheimar.is

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024