Sigríður önnur stelpan sem sigrar Rímnaflæði
Keppti fyrir hönd Fjörheima
Hin 15 ára gamla Sigríður Eydís Gísladóttir úr félagsmiðstöðinni Fjörheimum í Reykjanesbæ, varð í gær önnur stelpan til að vinna rappkeppnina Rímnaflæði sem haldin er á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi ár hvert. Í gær fór keppnin fram í félagsmiðstöðunni Hundrað og ellefu í Breiðholti. Listamannanafn Sigríðar er Sigga Ey en hún sigraði með lag sitt „Hrátt kjöt.“ Freydís Kristófersdóttir vann fyrst stúlkna árið 2001.