Sigríður Einarsdóttir vann í sumarleik FLE og Vita
Sigríður Einarsdóttir datt í lukkupottinn þegar nafn hennar var dregin úr nöfnum fjölmargra þátttakenda í sumarleik Flugstöðavar Leifs Eiríkssonar en hún er sú fyrsta sem dregin er út af fjórum vinningshöfum. Vinningurinn var ekki af verri endanum; sólarlandaferð fyrir tvo og 100.000 kr. gjaldeyri í boði Vita ferða og markaðsráðs Flugstöðvarinnar.
Sigríður segir að hún og eiginmaðurinn hafi mikið langað til Tyrklands í sumar og því hafi þessi vinningur komið á skemmtilegum tíma.
Sumarleikurinn er þannig að allir þeir sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar í sumar eiga möguleika á því að vinna glæsilegan ferðavinning ásamt gjaldeyri í ferðina. Í hverjum mánuði í sumar verður dreginn út vinningshafi sem fær flugferð og gistingu fyrir tvo frá ferðaskrifstofunni Vita ásamt 100.000 kr. gjaldeyri frá markaðsráði flugstöðvarinnar, en í lok sumarsins verður dreginn út stóri vinningurinn sem er sólarlandaferð fyrir fjóra ásamt 200.000 kr. gjaldeyri.
Þegar farþegar fara í gegnum flugstöðina og versla fyrir 5.000 kr. þá fá þeir einn þátttökumiða, ef þeir versla fyrir 7.000 kr. þá fá þeir tvo þátttökumiða og ef þeir versla fyrir 10.000 kr. þá fá þeir þrjá þátttökumiða og svo koll af kolli. Því hærri sem upphæðin er því fleiri þátttökumiða fær farþeginn.
---
Mynd/ Björn Guðmundsson, markaðsstjóri Vita, Sigríður Einarsdóttir, vinningahafi og Arnar Freyr Reynisson, markaðsstjóri Keflavíkurflugvallar ohf.