SIGRÍÐI JÓHANNESDÓTTUR ALÞINGISMANN Í 2. SÆTIÐ.
Nú hefur Samfylkingin ákveðið að gefa kjósendum á Reykjanesi tækifæri til þess að velja einstaklinga á framboðslistann í komandi Alþíngiskosningum. Prófkjör verður haldið daganna 5. og 6. febrúar næstkomandi og hefur Sigríður Jóhannesdóttir alþingismaður úr Reykjanesbæ gefið kost á sér í annað sæti listans.Að mínu mati sýnir Sigríður með þessu mikinn félagslegan þroska og vilja til þess að treysta samband það sem tekist hefur með þeim sem stand að Samfylkingunni en fer ekki í hart við félaga sína í Samfylkingunni um efsta sætið en gefur okkur Suðurnesjamönnum tækifæri á að tryggja okkur verðugan fulltrúa ofarlega á lista og þar með þingmann.Persónuleg kynni mín af Sigríði og störfum hennar á Alþingi síðan hún tók við þingsæti af forseta vorum ólafi Ragnari Grímssyni gera það að verkum að mér það ljúft að lýsa yfir eindregnum stuðningi við hana og vill ég hvetja Suðurnesjamenn alla til að veita henni brautargengi sitt.Af hverju eiga Suðurnesja menn að kjósa Sigríði í annað sætið.Áður en Sigríður tók sæti á Alþingi eftir að ólafur Ragnar Grímsson var kosinn forseti flestum til mikillar ánægju var hún varaþingmaður frá 1991 og var virk sem slík. Eftir að Sigríður varð þingmaður hefur hún unnið mikið og gott starf, hún átti sæti í mörgum nefndum m.a. menntamálanefnd og á nú sæti í fjárlaganefnd. Hún hefur og haft forystu í mörgum málum þó seta í fjárlaganefnd teljist vikta mest.Sigríður hefur starfað á Alþingi af dugnaði og elju þó svo að störf hennar hafi ekki vakið verðskuldaða eftirtekt fjölmiðla.¡ alþingi hefur Sigríður verðið öflugur másvari þeirra sem minnst mega sín. Sú reynsla sem ég hef persónulega af störfum Sigríðar er varða málefni Sjúkrahúss Suðurnsesja, þar sem ég var stjórnarmaður, vaskleg framganga hennar í þeirri hörðu varnarbaráttu gegn niðurskurðarhníf Framsóknar-íhaldsstjórnarinnar sannfærði mig um það að Sigríður metur manngildi frekar en auðgildi.Margar ástæður liggja að baki ákvörðun minni um að styðja Sigríði prófkjörinu en þrjár eru að mínu mati veigamestar:1. Sigríður Jóhannesdóttir er eini þingmaður Suðurnesja í hópi þingmanna Samfylkingarinnar og hefur þar með mestan möguleika okkar Suðurnesjamanna að hljóta þingsæti.2. Hún er skeleggur málsvari þess að verja beri félagslega þjónustu.3. Hún er einlægur málsvari samvinnu þeirra sem aðhyllast félagslegar lausnir og vilja skapa þjóðfélag jafnréttis og bræðralags.Sigríður opnar kosningaskrifstofu í ReykjanesbæSunnudaginn 17. janúar n.k kl. 14:00 mun Sigríður opna kosningaskrifstofu að Hafnargötu 54 Keflavík. Allir eru velkomnir í opnunina Sigríður flytur ávarp og fer með gamanvísur, Anna Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson syngja og leika. Skrifstofan mun fyrst um sinn verða opin 20:30-22:00 virka daga og 14-16 laugardaga. Allir Suðurnesjamenn eru velkomnir til skrafs og ráðagerða.Tryggjum kosningum Sigríðar og tryggjum þar með áhrif Suðurnesjamanna á Alþingi.Eyjólfur Eysteinsson