Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 15. apríl 2002 kl. 22:00

Sigrid Österby sýnir verk sín í Svarta pakkhúsinu

Sigrid Österby sýnir verk sín í Svarta pakkhúsinu dagana 19. - 21. apríl nk. Sýningin er opin frá kl. 14-18 alla sýningardagana.Verkin eru frá tveimur síðustu árum. Myndirnar eru m.a unnar út frá ferðum hennar um Samabyggðir. Sigrid nam myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og einnig í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Auk þess hefur hún numið grafík í einkatímum hérlendis sem og erlendis. Hún hefur haldið einkasýningar í Tromsø, Finnmörk og á Íslandi og einnig tekið þátt í samsýningum.
Sigrid er fædd í Danmörku en hefur búið á Íslandi frá barnsaldri. Hún kennir dönsku og listir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024