Sigrid Österby með mynd mánaðarins
Ný mynd mánaðarins hefur verið sett upp í Kjarna, Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ. Eins og áður hefur komið fram er hér á ferðinni kynning á vegum markaðs- atvinnu- og menningarsviðs bæjarins á myndlistarmönnum í Reykjanesbæ.Listamaður októbermánaðar er Sigrid Österby. Hún er fædd í Danmörku en býr nú í Reykjavík. Sigrid hefur lengi kennt dönsku og listir við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún er lærður myndmenntakennari og hefur síðustu tvö árin lagt stund á listþerapíu í Noregi. Sigrid hefur haldið nokkrar einkasýningar, m.a. í Danmörku nú í vor, og einnig hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum.
Menningarfulltrúi
Menningarfulltrúi