Sigrid opnar sýningu í Saltfisksetrinu
Myndlistamaðurinn Sigrid Österby opnaði á laugardaginn sýningu sína “Táknmyndir” í sýningarsal Saltfisksetursins í Grindavík. Sigrid er fædd í Danmörku 1937 og kom til Íslands 1946. Sigrid lauk stúdentsprófi 1957 og stundaði svo nám við myndlista og handíðaskólanum í Reykjavík og einnig myndlistaskólanum í Reykjavík. Þá hefur Sigrid stundað nám í Noregi og Danmörku og numið m. a. Grafík. Sigrid lauk myndmenntakennaranámi frá HÍ 1994 og hefur síðustu 9 árin kennt myndlist við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.