Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 5. mars 2001 kl. 03:04

Sigmar listamaður marsmánaðar

Listamaður marsmánaðar er Sigmar Vilhelmsson en verk hans hangir nú uppi í Kjarna, Hafnargötu 57 í Keflavík. Um er að ræða kynningarverkefni Markaðs-og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar á myndlistarmönnum bæjarins.
Sigmar er fæddur í Keflavík 6. mars 1961 og hefur búið þar allar götur síðan. Hann stundaði námskeið Baðstofunnar í Keflavík frá 1974-80, var í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1979-81 og sótti tíma í Rými, myndmennskóla í Reykjavík 1992-3. Sigmar hefur haldið nokkrar einkasýningar m.a. í Keflavík, Eden í Hveragerði, Sal Samtakanna 78 og í Gallerí Reykjavík. Hann hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum, m.a. í Keflavík, á Kjarvalsstöðum og í Grindavík. Verk Sigmars má sjá víða í opinberri eigu á Suðurnesjum.
Sigmar er með vinnustofu að Hafnargötu 79 í Keflavík, Reykjanesbæ. Vinnustofan er opin eftir samkomulagi og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband við hann í síma 421-3059. Menningarfulltrúi Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024