Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 8. ágúst 2001 kl. 10:21

Sigla um heimsins höf

Tvær skútur voru í höfninni í Keflavík sl. föstudag, Bold Explorer og Moby Dick, alnafni hvalaskoðunarskipsins Ferðaþjónustu H.I. Útsendari VF vippaði sér niður að höfn og hafði tal af áhöfn Bold Explorer.
Tíu brosandi andlit voru ofan þilja og buðu blaðamann velkominn. Uppruni skútunnar er nokkuð sérstakur en eigandi og skapari hennar er Bretinn Ashley Woods. „Ég er fyrrverandi lögreglumaður frá Lundúnum og var þar í siglingaklúbbi lögreglufélagsins. Mér datt síðan í hug að smíða þessa skútu en það tók mig níu ár að ljúka smíðinni“, segir Ashley.
Í áhöfn hans eru fyrrum félagar hans úr lögreglunni sem einnig hafa gert siglingar að lifibrauði sínu eftir áratugastarf á götum Lundúnaborgar. „Við erum nýkomnir frá Azora-eyjum og erum nú á leið til Skotlands“, segja þeir hressilega þegar þeir eru spurðir að því á hvaða leið þeir séu.
Fólk sem hefur áhuga á að ferðast um heiminn á skútu getur leigt sér far með Bold Explorer á milli ákveðinna áfangastaða en öll aðstaða um borð er til fyrirmyndar. Þeir sem áhuga hafa geta skoðað heimasíðu siglingakappanna á slóðinni www.boldexplorer.com
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024