Siggi Hlö veður í konum af Suðurnesjum!
Á föstudagskvöldið verður árleg Hæfileikakeppni starfsmanna leikskólanna á Suðurnesjunum haldin í Officera Klúbbnum á Ásbrú. Í gegnum árin hefur hæfileikakeppnin náð því að verða einn stærsti viðburðurinn í skemmtanalífinu hérna á Suðurnesjum. Í ár verður heilmikið "Diskóþema" á kvöldinu og gengur allt út á það að búningar verði í þeim anda og karaoke-keppnin mun örugglega litast af því.
Það er enginn annar en Siggi Hlö sem mun sjá um stuðið hjá stelpunum en almennir gestir fá aðgang á miðnætti. Miðaverð verður 500 krónur fyrir miðnætti en 1500 krónur eftir miðnætti og því hægt að gera dúndur díl ef fólk mæti fyrir miðnótt.
Siggi Hlö er að vonum ánægður að vera lokaður inni í Offanum allt kvöldið enda leiksskólastarfsfólk að lang mestu leiti kvenfólk.
„Þetta verður nú ekki leiðinlegt. Ég verð lokaður þarna í Officera Klúbbnum með hundruðum kvenna í lengri tíma á föstudagskvöldið en uppúr miðnætti opnum við húsið og hleypum fleirum inn,“ sagði Siggi Hlö hress með stöðu mála.
Myndir frá hæfileikakeppni síðasta árs.