Sigga Dögg fræðir Njarðvíkinga um kynlíf
Kynfræðingurinn Sigga Dögg Arnardóttir var með fræðslu fyrir nemendur í 9. og 10. bekk Njarðvíkurskóla í dag á skólatíma. Hún hitti drengi og stúlkur í sitthvoru lagi og fór yfir mál tengd kynlífi. Foreldrar nemenda í 9. og 10. bekk eru svo boðaðir á fund með henni kl. 18:00-19:20 en nemendur munu mæta á þann fund kl. 19:00 og taka þátt í léttu spjalli til að brjóta ísinn í samskiptum foreldra og barna um kynfræðslu.
Kynfræðslan hjá Siggu Dögg byggir á hagnýtum upplýsingum um kynfærin og kynlíf ásamt því að byggja á spurningum íslenskra unglinga um kynlíf og öllu því tengdu. Kynfræðslan er flutt á hreinskilin og opinskáan hátt og krakkkarnir eru hvattir til að spyrja meðan á fyrirlestri stendur en einnig verða nafnlausar spurningar í lok fyrirlestrar.