Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sigga Dís sýnir á Karma
Miðvikudagur 11. júlí 2012 kl. 17:36

Sigga Dís sýnir á Karma

Sigga Dís, myndlistakennari við Myllubakkaskóla er með sýningu á nýjustu verkum sínum hjá Karma, Grófinni 8, Keflavík. Myndirnar eru allar unnar á þessu ári með blandaðri tækni. Sýningin stendur út júlí.

„Árið 2006 útskrifaðist ég frá KHI með myndlist sem aðalval og hef kennt myndlist við Myllubakkaskóla síðan. Myndlist hefur alltaf verið mitt aðal áhugamál. Strax í gagnfræðaskóla sótti ég námskeið við Myndlistaskólann í Reykjavík, hjá Katrínu Brim, Hring og fleirum. Þegar ég flutti til Keflavíkur gekk ég til liðs við Baðstofuna og var þar í nokkur ár með frábærum listamönnum undir handleiðslu Jóns Gunnarssonar, Jóns Pálmasonar, Margrétar Jónsdóttur og fl. Ég hef sótt námskeið á vegum FIMK við Listaháskóla Íslands og Myndlistaskóla Kópavogs. Auk þessa hef ég sótt námskeið í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Í dag er ég á árs námskeiði á netinu í blandaðri tækni þar sem kennara og nemendur koma allstaðar að úr heiminum. Ég hef tekið þátt í nokkrum samsýningum en þetta er mín fimmta einkasýning, “ segir Sigga Dís sem vonast til að fólk gefi sér tíma í sumarblíðunni til að líta við á Karma og skoða myndirnar hennar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024