Sígaunaljóð, negrasálmar og vinsæl spænsk lög
Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópransöngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari halda tónleika sunnudaginn 5. maí kl. 15.00 í Bíósal Duus-húsa. Sungið verður um flökkulíf sígaunans í Sígaunaljóðum Brahms, fluttar blóðheitar spænskar þjóðvísur eftir Manuel de Falla og í lokin eru það negrasálmar eins og Swing low, Nobody knows og margir fleirri. Bylgja Dís er fædd og uppalin í Keflavík og kennir í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar ásamt því að syngja. Helga Bryndís sem er einn af fremstu píanóleikurum á landinu kennir einnig í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og hefur stjórnað Karlakór Keflavíkur frá því síðastliðið haust. Tónleikarnir er styrktir af Sambandi sveitafélaga á Suðurnesjum. Frítt er inn á tónleikana og allir eru hjartanlega velkomnir.