Sif keppir í Miss Skandinavia
Sif Aradóttir, Fegurðardrottning Íslands er á leið í keppnina Miss Skandinavia & Baltic Sea, en nýverið voru þessar tvær keppnir sameinaðar, og eru nú með þátttakendur frá bæði Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum.
Það er því við hæfi að keppnin er haldin á siglingu milli Helsinki og Tallin á nýju skemmtiferðaskipi TALLINK GALAXY sem sjósett var í maí s.l. Sif heldur utan á mánudagsmorgun, en keppnin verður 21.09. um borð í þessu glæsilega skipi.
Elínu Gestsdóttur, framkvæmdastjóra Fegurðarsamkeppni Íslands hefur verið boðið að sitja í dómnefnd keppninnar.
Það er því við hæfi að keppnin er haldin á siglingu milli Helsinki og Tallin á nýju skemmtiferðaskipi TALLINK GALAXY sem sjósett var í maí s.l. Sif heldur utan á mánudagsmorgun, en keppnin verður 21.09. um borð í þessu glæsilega skipi.
Elínu Gestsdóttur, framkvæmdastjóra Fegurðarsamkeppni Íslands hefur verið boðið að sitja í dómnefnd keppninnar.