Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sif á fullu í undirbúningi fyrir Miss Universe
Miðvikudagur 12. júlí 2006 kl. 17:08

Sif á fullu í undirbúningi fyrir Miss Universe

Fegurðardrottningin Sif Aradóttir er nú stödd í Los Angeles þar sem hún tekur þátt í undirbúningi fyrir Miss Universe keppnina.

Tæp vika er síðan hún hélt utan og segir hún tímann hafa verið skemmtilegan og aðstöðuna góða. Órjúfanlegur hluti af undirbúningnum er að sækja veislur og aðrar uppákomur og hittu stúlkurnar m.a. milljarðamæringinn góðkunna Donald Trump í einni slíkri.

Lokakvöldið sjálft verður þann 23. júlí nk. og virðist sem Sif sé talin í hópi sigurstranglegri keppenda ef eitthvað er að marka veðbanka í Bandaríkjunum.

Enn eru þó eftir tæpar tvær vikur af undirbúningi og verður fróðlegt að sjá hvernig Sif reiðir af.

VF-Mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024