Síðustu tónleikarnir í Föstutónleikaröðinni í kvöld
Föstutónleikaröðinni Leyndardómur trúarinnar lýkur í kvöld með glæsilegum orgeltónleikum í Grindavíkurkirkju kl. 20:00. Björn Steinar Sólbergsson organisti leikur verk eftir Johann Sebastian Bach, Dietrich Buxtehude, Páll Ísólfsson og Felix Mendelssohn-Bartholdy. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.