Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Síðustu sýningardagar Heimasætunnar
Vigdís H. Viggósdóttir tekur á móti gestum á sunnudag frá klukkan 14 til 16.
Mánudagur 2. nóvember 2015 kl. 14:43

Síðustu sýningardagar Heimasætunnar

Heimasætan, ljósmyndasýning Vigdísar H. Viggósdóttir, hefur staðið í anddyri Duushúsa síðan á Ljósanótt og lýkur næsta sunnudag. Vigdís tekur á móti fólki á lokadegi sýningarinnar frá klukkan 14 til 16 og býður alla hjartanlega velkomna.

Sýningin samanstendur af sex ljósmyndum og örsögum sem segja sögu augnabliksins en þau eru sem perlur á bandi og segja sögu lífsins. Sagan fjallar um ást í meinum, líf í felum og innri baráttu samkynhneigðra. Verkið varð til á listasetrinu Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði í vor. Myndirnar voru teknar í eyðibýlinu Miðhúsum þar sem örsögur leynast í hverju skúmaskoti. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024