Síðustu sýningar Mystery Boy
Síðustu sýningar Mystery Boy, sem leikfélag Keflavíkur sýnir eru komnar í sölu. Um er að ræða sýningar númer níu og tíu en verkið er kómísk ástarsaga um ungt fólk sem í leit sinni að sannleikanum og ástinni lendir í furðulegu ferðalagi og óvæntum ævintýrum. Höfundur Mystery Boy er Smári Guðmyndsson eða Gudmundsson.
Síðustu sýningar Mystery Boy eru þann 3. og 4. maí kl. 20, miðaverð er 2500 og miðapantanir eru í síma 421-2540 eftir kl. 14 eða á Facebook síðu leikfélagsins.