Síðustu miðarnir á Keflavíkurþorrablótið til sölu
Síðustu miðarnir á þorrablót Keflavíkur, sem haldið verður í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík á morgun, 14. janúar, eru nú í sölu. Að sögn Sævars Sævarsonar eru þegar yfir 300 miðar seldir á þorrablótið en ennþá er hægt að bæta við nokkrum gestum í veisluna. Þeir sem vilja tryggja sér miða á fyrsta þorrablót ársins geta haft samband við Einar Haraldsson í síma 421-3044 og/eða Sævar Sævarsson í síma 869-1926.