Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Síðsta sýningarhelgi í Listasafni Reykjanesbæjar
Miðvikudagur 3. desember 2008 kl. 10:24

Síðsta sýningarhelgi í Listasafni Reykjanesbæjar

Sýningu Arngunnar Ýrar í Listasafni Reykjanesbæjar lýkur sunnudaginn 7. desember n.k.

Á sýningunni, sem ber heitið Upphafið, má sjá ný olíuverk eftir Arngunni. Í sýningarskránni sem gefin er út af þessu tilefni segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur um verkin: „ Í seinni tíð hafa málverk Arngunnar Ýrar fengið á sig æ frumspekilegra yfirbragð. Þær sýna landslag sem er í mótun og upplausn í senn og vekur því með okkur tilfinningar sem sveiflast á milli aðdáunar á þeirri endurnýjun sem stöðugt á sér stað í skauti náttúrunnar og ótta yfir eyðingarmætti hennar."

Sýningin hefur hlotið mikið lof og fjöldi gesta lagt ferð sína í Listasalinn í Duushúsum sem er opinn alla daga frá kl. 11.00-17.00 og aðgangseyrir er enginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024