Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Síðbúinn þrettándi í dag - flugeldar og fjör
Laugardagur 10. janúar 2015 kl. 14:30

Síðbúinn þrettándi í dag - flugeldar og fjör

Síðbúin þrettándaskemmtun verður á nokkrum stöðum á Suðurnesjum í dag. Björgunarsveitin Suðurnes verður með glæsilega flugeldasýningu kl. 18.00 af Berginu, líkt og á Ljósanótt.

Haldin verður síðbúin þrettándagleði í Vogum. Börn geta fengið andlitsmálun í félagsmiðstöðinni kl. 16 en kl. 17 verður þrettándabrenna og flugeldasýning við skólann.

Í Grindavík verður björgunarsveitin með flugeldasýningu á hafnarsvæðinu kl. 18. Best að fylgjast með flugeldasýningunni við Svíragarð, Miðgarð og einnig við smábátabryggjuna. Skotið verður upp af Eyjabakkabryggju að þessu sinni. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna á flugeldasýninguna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024